Grillað lambaprime í sætri chilísósu
Grillað lambaprime í sætri chilísósu

Innihaldslýsing

1 kg lambaprime frá Norðleska
1 dl appelsínusafi
1/2 dl sweet chilí sósa
2 msk soyasósa
2-3 hvítlauksrif
salt
pipar
Fyrir 4-5 manns

Leiðbeiningar

1.Setjið appelsínusafa, chilísósu, soyasósu og pressuð hvítlauksrif saman í skál og hrærið. Saltið og piprið.
2.Setjið kjötið í poka með rennilás og hellið marineringunni þar í. Leyfið að marinerast helst yfir nótt.
3.Takið kjötið út nokkrum klukkutímum fyrir eldun og leyfið því að standa við stofuhita.
4.Grillið með kjöthitamæli þar til kjötið hefur náð 52°c.
5.Takið af grillinu og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en kjötið er skorið.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Norðlenska sem leggur mikinn metnað í framleiðsluna og veita neytendum góða vöru og þjónustu. Það er gaman að segja frá því að Norðlenska er jafnframt að gera góða hluti í að minnka plastnotkun í umbúðum.

Lambaprime frá Norðlenska
Kjötið marinerað í sætri chilísósu
Gjörið svo vel!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.