Innihaldslýsing

1 dós niðursoðin mjólk
500 ml rjómi
1 vanillustöng
1 tsk vanilludropar
400 g Daim, ég nota 4 poka af Daimkurli
ca. 30-50 ml rjómi, notað til að bræða Daim
Uppskriftin gefur 1.5 l af ís

Leiðbeiningar

1.Kælið hráefnin vel fyrir notkun fyrir bestu útkomu.
2.Hitið Daim yfir vatnsbaði og hrærið í blöndunni. Bætið rjóma smátt og smátt saman við.
3.Bræðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og smá af karamellunni.
4.Takið af hitanum og kælið.
5.Gerið nú ísinn. Setjið rjómann og fræin úr vanillustöng í hrærivélaskál. Þeytið þar til hann er farinn að þykkjast eilítið.
6.Setjið vel kælda mjólkina úr dós saman við ásamt vanilludropum saman við og þeytið þar til rjóminn er fullþeyttur.
7.Setjið súkkulaðiblandan varlega saman við ísblönduna.
8.Látið í form og frystið, helst í sólahring.

Það er gaman að útbúa heimgerðan ís, sérstaklega þegar hann er jafn einfaldur og bragðgóður og þessi. Lykillinn að þessari góðu uppskrift er niðursoðin mjólk og hér þarf ekki að bæta við eggjum eða sykri. Daimkurlið kemur í lokin en því má skipta út fyrir öðru góðu eins og til dæmis Toblerone.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.