Grillaður karamelluananas með jógúrtrjóma
by Avistain 30 mínútna réttir, Bakstur, Eftirréttir, Fljótlegt, Grill, Kaka
Grillaður karamelluananas
1 ananas, skorinn í sneiðar
100 g púðursykur
120 g smjör
1 tsk kanill
Stráið kanil yfir ananasinn. Hrærið saman smjöri, púðursykri og kanil. Penslið ananasinn með blöndunni. Grillið í um 10 mínútur. Penslið afgangs marineringunni yfir ananasinn. Berið fram með jógúrtrjómanum.
Jógúrtrjómi
250 ml rjómi frá Gott í matinn, kaldur
2-3 msk sykur
80 g Grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 msk vanilludropar
Hrærið rjóma og sykur saman í um 2-3 mínútur eða þar til rjóminn er farinn að stífna. Bætið þá jógúrt og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman og toppar farnir að myndast.
Leave a Reply