Grillaðar grísahnakkasneiðar með himnesku kartöflusalati og kaldri pestósósu
by Avistain 30 mínútna réttir, Grísakjöt, Kjöt
Grillaðar grísahnakkasneiðar
2 pakkar Hvítlaukspipar grísahnakkasneiðar frá Kjarnafæði
Grillið í um 4 mínútur á hvorri hlið. Takið af grilli og látið standa í 5 mínútur áður en það er borið fram.
Heimsins besta kartöflusalat með eggjum og beikoni
1 1/2 kg kartöflur, skornar í teninga
2 tsk svartur pipar
2 tsk sjávarsalt
2 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, sneiddur
8-10 sneiðar beikon, eldað stökkt og skorið niður
6 egg, harðsoðin
230 g majonnes
1 msk dijon sinnep
salt og pipar
Veltið kartöfluteningunum upp úr olíu og kryddið með salti og pipar. Látið í 200°c heitan ofn í 30-45 mínúture eða þar til kartöflunar eru orðnar stökkar. Látið kólna í 15 mínútur. Látið kartöflurnar, lauk, beikon, egg, majones og sinnep saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Blandið öllu varlega saman. Berið fram strax eða geymið í kæli.
Köld jógúrtsósa með pestó
12 msk grísk jógúrt
4 msk pestó með sólþurrkuðum tómötum
2 hvítlauksrif, pressað
svartur pipar
Blandið öllu vel saman og látið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.
Leave a Reply