Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...

Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman.

apotekið apótekið3 apótekið4 apótekið5 apótekið6 apótekið7

Aðalréttirnir eru svo ekki af verri endanum og er fjölmargir spennandi valkostir á boðstólnum; Önd og vaffla, vistvænn kjúklingur og 60 daga dry- aged nautakjöt ásamt fersku sjávarfangi. Eftirréttinir, sem eru allir handgerðir á staðnum, eru undir klassískum evrópskum áhrifum með nútímasveiflu. Franskar Macarons, litlar bragðbombur í 8 spennandi tegundum, er eitthvað sem allir verða að prófa. Hægt er að njóta eftirréttanna á staðnum eða koma við á eftirréttabarnum og taka með heim sætan bita eða ljúffenga gjöf.

Á Apotek restaurant er lika lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir “apotekarar” hrista saman spennandi “artisan” kokteila við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi og ég get fullyrt að ég hef aldrei bragðað jafn góða kokteila og þarna.  Staður sem ég mæli með að þið prufið.

Rétturinn sem fer með ykkur inn í helgina að þessu sinni er tja, hreint út sagt guðdómlegur en um leið svo einfaldur í fullkomleika sínum. Hann mun engan svíkja og setja punktinn yfir i-ið á gott kvöld. Njótið vel!

IMG_7011

 

IMG_7014

Kjúklingalæri í rjómalagaðri cajunsósu
1-1,4 kg úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry (fást frosin) má líka nota kjúklingaleggi
60 ml ólífuolía
2 tsk cajunkrydd
½ laukur, saxaður
2 tsk hvítlaukur, smátt saxaður
½ askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 msk ítalskt krydd
120 ml mjólk
120 ml rjómi
1 tsk paprikukrydd
1 tsk pipar
salt
fersk steinselja, söxuð

  1. Kryddið kjúklinginn með salti. Hitið olíu á pönnu og setjið kjúklinginn þar á og brúnið hann á öllum hliðum. Takið hann síðan af pönnunni og geymið.
  2. Bætið olíu á pönnuna og steikið lauk og hvítlauk við vægan hita í um 5 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá mjólk, rjóma, tómötum, ítölsku kryddi, paprikukryddi og pipar saman við. Hrærið saman í nokkrar mínútur og smakkið til með salti. Bætið kjúklingabitunum síðan út í.
  3. Setjið þetta síðan í 200°c heitan ofn og eldið í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Stráið ferskri steinselju yfir allt og berið fram t.d. með tagliatelle, salati og góðu brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.