Ég hef svo oft skrifað um aðdáun mína á góðum súpum að ég ætla ekki að gera það í þetta sinn en á svona kuldaboladögum er fátt sem toppar heita og bragðgóða súpu. Þessi gulrótasúpa sem er hér með döðlum og karrý er dásamleg á bragðið og vís til að vekja lukku hjá heimamönnum og...

Ég hef svo oft skrifað um aðdáun mína á góðum súpum að ég ætla ekki að gera það í þetta sinn en á svona kuldaboladögum er fátt sem toppar heita og bragðgóða súpu. Þessi gulrótasúpa sem er hér með döðlum og karrý er dásamleg á bragðið og vís til að vekja lukku hjá heimamönnum og gerði það svo sannarlega á mínu heimili.

Súpan “had me at döðlur” enda er ég döðlusjúk með meiru. Fyrir þá sem eru ekki staddir þar verið óhrædd því döðlurnar færa súpunni einungis milda sætu og setja þar með punktinn yfir i-ið. Þessi mun ekki klikka og ég tala nú ekki um ef þið gerið gott brauð með eins og Brauðið góða…algjört ommnomm!

IMG_8307 IMG_8299

Gulrótasúpa með döðlum og karríF
Fyrir 4
2 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif, söxuð
1 laukur, saxaður
3 sellerístönglar, saxaðir
1 msk engiferrót, rifinn
2 msk hveiti
12 dl kjúklingasoð (vatn + 3 kjúklingateningar)
400 g gulrætur, rifnar
1 tsk karrí
1 tsk kúmmínduft
½ tsk svartur pipar grófmulinn
1 dl döðlur
1 msk sítrónusafi
Grísk jógúrt

  1. Hitið olíuna í potti og setjið hvítlauk, lauk og sellerí út í ásamt rifnu engifer. Hitið í 3-4 mínútur í olíunni og hrærið vel. Takið af hitanum og stráið hveiti yfir. Hitið í tvær mínútur til viðbótar og hrærið vel. Hellið nú kjúklingasoði í mjórri bunu út í súpuna og hrærið vel.
  2. Bætið gulrótum út í súpuna ásamt karrí- og kúmín-dufti og pipar og hleypið upp suðu. Lækkið hitann og látið súpuna malla í tíu mínútur. Bætið söxuðum döðlum útí og látið malla áfram í fimm mínútur.
  3. Hellið súpunni í matvinnsluvél og maukið. Hellið aftur í pottinn og hitið. Bætið sítrónusafa saman við.
  4. Ausið súpunni á diska. Setjið 1 msk af grískri jógúrt á hvern disk og berið fram með góðu brauði.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.