360 g hveiti | |
80 g OTA haframjöl | |
1/4 tsk þurrger | |
1 1/2 tsk sjávarsalt | |
400 ml fingurvolgt vatn |
Þetta brauð er svo mikil snilld! Stökkt að utan, lungnamjúkt að innan og hafrarnir setja punktinn yfir i-ið!
1. | Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og endið á heita vatninu. Þegar allt hefur blandast vel saman, látið þá plastfilmu yfir skálina og látið standa við stofuhita í 3 klst. |
2. | Nú ætti deigið verið byrjað að freyða. Takið það úr skálinni og látið á hveitistráð borð. Hnoðið með höndunum um 10 sinnum. |
3. | Setjið deigið á smjörpappír og svo ofaní skál. Látið hefast í um 30 mínútur. Á meðan setjið þið pott inní 210°c heitan ofn ásamt loki. |
4. | Þegar deigið er tilbúið, takið pottinn út úr ofninum og látið deigið ásamt smjörpappírnum í pottinn. Setjið lokið á og bakið í 30 mínútur. Takið lokið af og bakið í 10 mínútur. |
Leave a Reply