Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.

| 20 g ferskt engifer | |
| 15 g ferskt túrmerik | |
| 1 sítróna | |
| 1-2 appelsínur | |
| 1 tsk hunang (má sleppa) | |
| 1/8 tsk cayenne | |
| svartur pipar |
Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.
| 1. | Takið börkinn af sítrónu og appelsínu. |
| 2. | Saxið engifer og túrmerik smátt. Ég hef hýðið á. |
| 3. | Látið í matvinnsluvél ásamt cayenne og blandið vel. Bætið við köldu vatni eftir þörfum. |
| 4. | Fyrir þá allra hörðustu er hægt að drekka þetta svona en annars er gott að setja í gegnum sigti. |
| 5. | Deilið niður á 4 glös og látið svartan pipar yfir. |
Leave a Reply