Innihaldslýsing

1 bolli volgt vatn
3 msk mjólk
2 tsk þurrger
2 1/2 msk sykur
2 egg
3 bollar brauðhveiti
1/3 bolli venjulegt hveiti
1 1/2 tsk salt
2 1/2 msk mjúkt smjör
Uppskrift fyrir 8 hamborgarabrauð

Leiðbeiningar

1.Vatn, mjólk, sykur og þurrger hrært saman og látið standa í nokkrar mínútur. Í annarri skál pískað eitt egg. Í hrærivél skal hræra saman hveiti, salti og smjöri þar til áferðin er orðin eins og brauðmynslur. Þá er gerblöndunni og pískaða egginu bætt út í og hrært saman í um 8 mínútur þar til blandan er orðin að deigi.
2.Látið hefast í skálinni undir blautu viskastykki þar til deigið hefur tvöfaldast. Tekur ca 1-3 klst, fer eftir hita- og rakastigi hverju sinni og þess vegna best að fylgjast bara með því að deigið tvöfaldi stærð sína.
3.Þegar deigið hefur tvöfaldast er það vigtað og skipt í átta jafna bita. Bitarnir eru mótaðir í bollur (sjá highlights) og raðað á ofnplötu sem mun síðar fara í ofninn. Látið hefast aftur þar til bollurnar hafa nánast tvöfaldað stærð sína.
4.Pískið egg ásamt örlitlu vatni saman og penslið bollurnar áður en þær fara í ofninn. Nú er gott ef maður vill, strá sesamfræum yfir brauðin.
5.Setið um ½ bolla af vatni í eldfast mót og setjið neðst í ofnin. Færið bollurnar svo inni ofn. Bakað á 200 gráðum og blæstri í 10-20 mínútur. Tíminn er breytilegur eftir ofnum en hafið í huga að vegna sykursins og eggjablöndunnar taka brauðin lit að utan áður en þau ná að bakast í gegn.
6.Látið kólna, skerið í tvennt og ristið augnablik á báðum hliðum áður en borið er fram.

Við Matarmenn höfum rosalegan áhuga á að kafa ofaní grunninn á öllu sem við eldum og skoðað hvort það sé tímans virði að gera hlutina frá grunni í staðinn fyrir að kaupa tilbúið út í búð. Þessir hamborgarar eru gjörsamlega tímans virði. Kjötið, sósan, brauðið – allt heimagert og bilaðslega gott. Byrjum á brauðinu, á meðan það er að lyftast – græjum hamborgarana og meðlætið! Komiði með okkur. Þið getið horft á okkur græja þessa snilld í „highlights“ á instagramminu @Matarmenn.

Ef þú vilt slá í gegn þá skellirðu í heimabakað brioche hamborgarabrauð. Það einfaldlega keyrir hamborgarann upp á næsta level. Því brauðið á það til að gleymast en skiptir svo ótrúlega miklu máli fyrir lokaútkomuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.