Ok..Arnar Smári sonur minn hafði í nokkrar vikur verið að tala um pizzu sem hann gerði með Ragnari frænda sínum og vildi meina að væri sú allra besta. “Nei sko mamma hún er roooooosaleg!” Drengurinn linnti ekki látum fyrr en ég samþykkti að leyfa honum að elda hana fyrir fjölskylduna. Skemmtilegt er frá því að...

Ok..Arnar Smári sonur minn hafði í nokkrar vikur verið að tala um pizzu sem hann gerði með Ragnari frænda sínum og vildi meina að væri sú allra besta. “Nei sko mamma hún er roooooosaleg!” Drengurinn linnti ekki látum fyrr en ég samþykkti að leyfa honum að elda hana fyrir fjölskylduna.

Skemmtilegt er frá því að segja að þessi pizza var á boðstólnum á sama tíma og ég var búin að kaupa fullan ísskáp af hollustu eftir allt jólasukkið. Hann skellti í pizzuna og við vorum spennt að smakka. Það er skemmst frá því að segja að frá fyrsta bita var þessi pizza sú allra besta sem ég hef bragðað og hef hugsað um hana síðan þá.

Hún verður mjög fljótlega aftur á boðstólnum hjá okkar fjölskyldu og ég hlakka til að heyra hvort þið séuð ekki sammála mér með að hér sé á ferðinni heimsins besta pizza!

Þessi er alveg ólýsanlega góð

 

Heimsins besta pizza
1 tilbúið pizzadeig
pizzasósa, t.d. frá E. Finnsson
1/4 krukka fetaostur í kryddolíu, t.d. fetaostur frá Mjólka
1/2 piparostur, skorinn í teninga
1/2 poki mozzarellaostur
skinka
pepperoni
ananas í teningum
1/2 rauð paprika, smátt söxuð
1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
1-2 hvítlauksrif, smátt saxað
jalapeno úr krukku, skorið í tvennt eða þrennt
nachos, hann mælir með osta Doritos
pizzakrydd

  1. Fletjið deigið út á smjörpappír.
  2. Setjið pizzasósu á pizzabotninn. Þá pepperoni og síðan skinku.
  3. Stráið smátt skorinni papriku og rauðlauk yfir pizzuna.
  4. Þerrið fetaostinn og myljið yfir pizzuna ásamt nokkrum ananasbitum.
  5. Setjið því næst hvítlauk yfir allt.
  6. Síðan látið þið mozzarellaost, jalapeno, svo piparost.
  7. Endið á að krydda pizzuna með pizzakryddi og myljið að lokum nachosi yfir pizzuna.

 

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.