Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”. Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í...

Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”.

Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í góða nautasteik, nánar tiltekið rib eye og fór alveg eftir leiðbeiningunum. Það er skemmst frá því að segja að bráðum mun ég vera með mína eigin grillþætti, hóst aldrei, en kjötið varð afbragð. Reyndar klikkaði ég á því að elda hana á riffluðu pönnunni, en mér finnst nauðsynlegt að sjá fallegar “grill” línur á steikinni. Nautasteikina steikti ég upp úr sjöri, ásamt hvítlauk og steinselju.  Fyrir ykkur sem eruð ekki að vinna innan ykkar þægindarramma með nautakjöt, mæli ég svo sannarlega með þessari uppskrift.

IMG_1834
Nautakjöt, smjör, hvítlaukur og steinselja

IMG_1889

Naut á diskinn minn

IMG_1882

Með steikinni mæli ég með ítalska gæðavíninu Allegrini Belpasso
en það hentar frábærlega með öllum grillmat. 

Hin fullkomna nautasteik
800 g nautakjöt, t.d.rib eye eða sirloin
sjávarsalt og pipar
2 tsk extra virgin olía
3 msk smjör
2 hvítlauksrif, afhýdd
fersk steinselja, á stilkum

  1. Saltið og piprið nautakjötið á einni hlið.
  2. Hitið pönnu þar til hún er orðin mjög heit. Setjið olíu á hana og leggið því næst nautakjötið á pönnuna, krydduðu hliðina niður. Saltið og piprið hliðina sem snýr upp. Látið vera í 2 mínútur.
  3. Snúið steikinni við með töngum (ekki gaffli) og bætið smjöri hvítlauk og steinselju saman við. Steikið í 2 mínútur og penslið steikina allan tímann með smjörinu. Þegar þessar tvær mínútur eru liðnar snúið steikinni við á hvorri hlið í um 30 sek þar til steikin er steikt eins og þið óskið. Fyrir medium rare steik eru heildar steikingartíminn um 5-6 mínútur. Fyrir meðal til vel steikt er um 10 mínútur í heildina. Athugið einnig að steikin heldur áfram að eldast eftir að hún er tekin af pönnunni. Penslið einu sinni að lokum, takið af pönnunni og setjið á skurðarbrenni.
    Ég bar hana fram með aspas, bernaise og kartöflubátum…jummmí!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.