Innihaldslýsing

250g döðlur frá Rapunzel
1 tsk sítrónusafi
240g vegan smjör mjúkt
100g Cristallino sykur frá Rapunzel
100g Rapadura sykur frá Rapunzel
150g fínvalsað haframjöl frá Rapunzel
280g hveiti eða lífrænt fínmalað spelt
1 og 1/2 tsk matarsódi
3 msk Oatly barista haframjólk
Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C
2.Setjið döðlurnar í lítinn pott og látið vatn fljóta yfir. látið suðu koma upp og sjóðið í 5 mín.
3.Setjið döðlurnar ásamt örlitlu af vatninu og sítrónusafanum í matvinnsluvél og maukið vel. Einnig er hægt að nota töfrasprota í verkið.
4.Setjið vegan smjör, sykur, hafra, hveiti, matarsóda og Oatly haframjólk í miðlungsstóra skál og hnoðið saman.
5.Takið 3/4 af deiginu og þjappið lauslega í form. Ég nota til jafns 20x20cm form á við 24cm hringlaga form.
6.Dreifið döðlumaukinu yfir botninn og klípið restinni af deiginu yfir.
7.Setjið inn í miðjan ofn og bakið í 40 - 45 mín eftir ofnum
8.Þessi smakkast ofurvel með þeyttum sojarjóma eða Oatly ís

Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni.

Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og rapadura sykri frá Rapunzel og sú blanda hentar mjög vel í þessa köku. Það kemur alveg sérlega góður karamellukeimur af henni.

Uppskriftin er byggð á hjónabandssælunni hennar mömmu en það hefur aldrei nein uppskrift náð að slá henni við, tja, nema kannski þá núna?

 

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.