Innihaldslýsing

180 g púðursykur
70 g sykur
220 g smjör, við stofuhita
2 msk síróp
2 tsk vanilludropar
2 egg
300 g hveiti
60 g haframjöl
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
100 g rúsínur
 

Leiðbeiningar

1.Hrærið púðursykri,sykri, smjöri, sírópi og vanilludropum vel saman. Bætið eggjum saman við, einu í einu.
2.Setjið hveiti, haframjöl, lyftiduft og matarsóda saman. Hnoðið og bætið rúsínum saman við.
3.Setjið með matskeið á bökunarplötu hulda smjörpappír. Þrýstið þeim örlítið niður með gaffli.
4.Bakið við 180°c í 15 mínútur eða þar til þær hafa fengið gylltan lit. Takið úr ofni og kælið á ofngrind.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.