Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel!   Einfalt og...

Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel!

 

Einfalt og svo girnilegt

 

Hunangsbleikja með möndluflögum
Fyrir 4
800 g bleikja, beinhreinsuð
2 dl hveiti
salt og pipar
2 msk smjör
1 msk olía
3-4 msk hunang, fljótandi
100 g möndluflögur

  1. Hellið hveitinu á disk og veltið bleikjunni upp úr því. Saltið og piprið.
  2. Setjið smjör og olíu á pönnu.
  3. Setjið bleikjuna á pönnuna, roðið snýr niður og steikið við vægan hita.
  4. Hellið hunangi vel yfir bleikjuna og snúið henni við.
  5. Bætið möndluflögunum út á pönnuna og hrærið reglulega í blöndunni svo hunangið brenni ekki við.
  6. Þegar fiskurinn er fulleldaður, takið þá af pönnunni og berið fram t.d. með byggi og salatblöndu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.