Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera –  á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...

Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera –  á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm.

Þarna voru fleiri matgæðingar eins og Ragnar Freyr – Læknirinn í eldhúsinu sem bauð uppá himneskar snittur og smá rauðvín með..já kíkti nokkrum sinnum í heimsókn til hans ;) og Eva Laufey Kjaran sem ég get fullyrt að er alveg jafn dásamleg í eigin persónu og hún er á blogginu sínu. En semsagt annasöm og skemmtileg helgi að baki – mikið spjallað – hlegið og svo gaman að hitta andlitin á bak við fólkið sem fylgist vel með GulurRauðurGræn&salt – takk fyrir komuna.

En nóg um það – mig langaði í súpu. Heita, bragðgóða og yndislega súpu til að ylja mér í kuldanum. Ég gerði því þessa indversku kjúklingasúpu, sem er allt öðruvísi en Thailenska kjúkingasúpan fyrir sálina sem hefur heldur betur slegið í gegn, en þessi að mínu mati engu síðri. Ummmm matarmikil og yndisleg!

IMG_5983 IMG_5995

Indversk kjúklingasúpa 
Fyrir 4
1 sæt kartafla, skorin í teninga
1-2 msk olía
1 laukur, saxaður
börkur af hálfri sítrónu, fínrifinn
2-3 hvítlauksrif, pressuð
¼ tsk chayenne pipar
600 g kjúklingabringur, skornar í litla bita
1 msk karrý
1 l. Kjúklingakraftur (vatn og 1-2 teningur kjúklingakraftur)
Sjávarsalt
1 dós (400 ml) fituskert kókosmjólk
1 dós soðnar kjúklingabaunir
4 msk söxuð kóreanderlauf

  1. Mýkið kartöfluteningana í potti í olíunni í nokkrar mínútur.Bætið lauknum útí og hrærið þar til hann fer að mýkjast Blandið þá sítrónuberki og hvítlauk saman við ásamt chayenne-pipar. Látið krauma í 2-3 mínútur.
  2. Setjið kjúklingabitana saman við og steikið með í nokkrar mín. Stráið karrý yfir og hrærið vel í nokkrar mínútúr. Hellið kjúklingasoðinu yfir og lárið suðuna koma upp. Bragðbætið með salti og sjóðið í 4-6 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
  3. Látið renna af kjúklingabaununum og hellið þeim ásamt kókosmjólkinni útí pottinn og sjóðið í 6-8 mín eða þar til bauninrnar eru orðnar heitar.
  4. Stráið söxuðum kóreanderlaufum yfir súpuna og berið fram strax með góðu naanbrauði.

Það er hægt að breyta þessari súpu á skemmtilegan hátt með því að sleppa sætu kartöflunum og láta núðlur út í hana í lokin. Séu núðurnar látnar ósoðnar út í súpuna og látnar eldast í henni þykknar súpan. Ef þið viljið það ekki skulu þið láta þær forsoðnar út í súpuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.