Innihaldslýsing

500 g kartöflur
1 laukur, saxaður
3-4 hvítlauksrif, söxuð
1-2 chilí, söxuð
2 msk garam masala
1 tsk cumin
1 tsk kóríander
1 tsk kanill
1/2 tsk kardimommur
1 tsk chilíkrydd
1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
1 dós saxaðir tómatar frá Hunt's
2 dl vatn
salt
Indverskur réttur fyrir 3-4.

Leiðbeiningar

1.Skerið kartöflurnar í tvennt og sjóðið í saltvatni í 10 mínútur.
2.Setjið 2 msk af olíu á pönnu og steikið saxaðan lauk, hvítlauk og chilí á pönnu í 1 mínútu. Bætið kryddum þá saman við og blandið vel saman.
3.Takið vatnið frá kartöflunum og bætið olíu í pottinn. Brúnið kartöflurnar og bætið síðan hvítlauks og chilíblöndunni saman við kartöflurnar.
4.Hellið kókosolíu, tómötunum og vatni út í pottinn og látið malla í 20-30 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
5.Smakkið til með salti.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.