Innihaldslýsing

Kjöt af heilum kjúklingi, ég keypti tilbúinn kjúkling og notaði kjötið af honum
2 skalottulaukar smátt saxaðir
15 - 20 græn vínber skorin í fernt
1 dós maískorn
1 krukka salatfeti frá Örnu
1 lítil dós majónes
1 dl grísk jógúrt frá Örnu
salt og pipar eftir smekk
2 tsk karrý (eða meira eftir smekk, smakkið bara til)
Söxuð rauð paprika til skrauts ef vill
Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt? Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar. Ég nota kjöt...

Leiðbeiningar

1.Rífið kjötið af kjúklingnum og skerið niður í bita
2.saxið laukinn smátt, skolið vínberin og skerið í fernt, sigtið fetaostinn og stappið aðeins, sigtið vökvann frá maísnum og setjið allt saman í skál
3.setjið majónes og grískajógúrt saman við og hrærið, kryddið með karríi, salti og pipar. Það er alveg að meinalausu að setja mikið af karrýi.
4.Það er auðvitað hægt að borða salatið strax en ég mæli alveg með því að láta það aðeins taka sig í ísskáp ef hægt er.

Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt?

Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar.

Ég nota kjöt af heilum kjúkling og ég mæli eindregið með því að gera það í stað þess að nota bringur. Áferðin á salatinu verður miklu betri þannig og auk þess er hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúinn grillaðan kjúkling og rífa kjötið utan af honum.

Gríska jógúrtin frá Örnu er frábært með majónesinu og gerir salatið aðeins léttara en ella.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.