Innihaldslýsing

1 poki af Itsu Gyoza dumplings
2 tsk olía, ég notaði avocado olíu (til steikingar)
4 msk hrísgrjónaedik, ég notaði frá Blue dragon
4 msk sojasósa, ég notaði frá Blue dragon
2 hvítlauksrif kramin
1 tsk rifið engifer
1/2 tsk sriracha sósa
1 tsk sesamolía, ég notaði frá Rapunzel
1 vorlaukur smátt saxaður
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hræra öllum innihaldsefnum í sósuna saman og látið bíða í 15 mín.
2.Takið fram pönnu og setið olíuna í - hitið að miðlungshita
3.Steikið Gyoza koddana í 8 mín, snúið oft á meðan.
4.Berið fram með sósunni, dýfið koddunum í - mæli með ríflegu magni af sósu!

Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota hér rækju gyoza en einnig eru fáanlegt með kjúkling og svo grænmetis.

Það er mjög fljótlegt að hita þetta upp en þetta kemur frosið í pokum. Mér finnst persónulega best að steikja koddana á pönnu upp úr smá olíu en einnig er hægt að hita í ofni eða sjóða. Aðalmálið er þó sósan sem við dýfum þessum dumplings í , hún er algjörlega af öðrum heimi.

Það tekur enga stund að hræra í hana – hún er best ef hún fær að taka sig smá stund.

Þetta er snilldar forréttur eða smáréttur og ég lofa að það verður ekki einn biti eftir!

 

 

 

Þessi færsla og myndir eru unnar af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.