Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd.
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
1 kg jarðaber
200 g Daim súkkulaði
200 g makkarónur
500 ml rjómi
500 ml sýrður rjómi
6 tsk vanillusykur
4 tsk flórsykur
- Myljið makkarónurog daim gróflega og setjið í form.
- Þeytið rjómann. Blandið sýrðum rjóma, vanillusykri og flórsykri saman við rjómann og hellið yfir makkarónurnar og Daim súkkulaðið.
- Skerið jarðaberin niður og setjið yfir rjómann. Kakan geymist í kæli þar til hún er borin fram.
Leave a Reply