Innihaldslýsing

2 msk ólífuolía
1/2 laukur, saxaður
1 paprika
3-5 hvítlaukrif, pressuð
2 msk engifer, smátt saxað
salt og pipar
1-2 msk karrý
2 dósir kjúklingabaunir
1 dós Blue dragon kókosmjólk
safi úr 1 límónu
handfylli fersk basilíka
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, papriku, hvítlauk og engifer. Kryddið með salti og pipar. Eldið í 3-5 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast.
2.Bætið basilíku og karrý saman við. Látið malla í 2 mínútur. Bætið kjúklingabaunum saman við, án vökva.
3.Látið þá kókosmjólk og límónusafann saman við. Látið malla áfram í 5 mínútur við vægan hita.
4.Smakkið til og bætið salti, pipar eða límónusafa ef þurfa þykir.
Fullkominn kvöldmatur í miðri viku en hentar einnig frábærlega sem afgangur með í vinnuna.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.