4 kjúklingabringur | |
salt og pipar | |
ólífuolía | |
1 dl hvítvín (t.d. Stemmari) | |
1 dl kjúklingasoð | |
1 1/2 dl nýpressaður appelsínusafi | |
2 msk balsamik edik | |
1 tsk fljótandi hunang | |
1 msk smjör |
Fyrir 4
1. | Kryddið kjúklingabringur með salti og pipar. |
2. | Brúnið kjúklingabringurnar á báðum hliðum á heitri pönnu um 3 mín á hvorri hlið. |
3. | Látið í ofnfast mót og eldið við 180°c í 30-40 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar. |
4. | Látið standa í 5 mínútur undir álpappír áður en skorð er í þær. |
5. | Appelsínusósa: Látið kjúklingasoð, hvítvín og appelsínusafa á sömu pönnu og þið steiktuð kjúklinginn á. Hitið að suðu. |
6. | Smakkið til með balsamik ediki, hunangi, salti og pipar. |
7. | Þegar sósan hefur aðeins þykknað bætið þá smjöri saman við og slökkvið á hitanum. |
8. | Berið kjúklinginn fram með appelsínusósu og meðlæti að eigin vali. |
Leave a Reply