Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
700 g kjúklingabringur eða læri, t.d. frá Rose Poultry | |
3 msk hveiti | |
2 rauðlaukar | |
2 tsk kanill | |
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar's | |
4 1/2 dl soðið vatn | |
3/4 dl rúsínur | |
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn | |
safi af 1/2 sítrónu | |
30 g ristaðar furuhnetur | |
ólífuolía | |
salt og pipar | |
handfylli af ferskri steinselju eða kóríander |
Uppskrift fyrir 4
1. | Skerið kjúklinginn í litla munnbita. |
2. | Setjið hveiti, salt og pipar í skál og veltið kjúklingabitunum uppúr blöndunni. |
3. | Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Takið af pönnunni og geymið. |
4. | Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlaukinn við lágan hita í um 10 mínútur. |
5. | Bætið því næst kanil, kjúklingabitum, rúsínum, sítrónuberki og kjúklingasoði. Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. |
6. | Bætið við meira vatni ef þörf er á. |
7. | Setjið að lokum sítrónusafa, saxað kóríander eða steinselju og ristaðar furuhnetur saman við. |
8. | Berið fram með naan, hrísgrjónum og góðri jógúrtsósu. |
Leave a Reply