Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem er keimlíkur pestóinu góða en hér er á ferðinni sjúklega góður réttur hér fyrir ykkur að njóta.
Hlutföllin vill Karin meina að séu ekki heilög og mælir með því að fólk smakki sig bara áfram. Ég lét aðeins meira af döðlum því ég elska þær í mat. Með réttinum bar ég fram tagliatelle og einfalt salat.
Kjúklingaréttur með pestó, döðlum og fetaosti
fyrir 6-8
6 kjúklingabringur, skornar í 2-3 bita
2 krukkur rautt pestó frá Sacla
Einn bolli döðlur, gróft saxaðar
Einn bolli svartar ólífur, gróft saxaðar
Ein krukka fetaostur og smá olía af fetaostinum
Hlynsýróp
- Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. Gott er að setja smá hlynsíróp yfir réttinn.
- Setjið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur.
Þetta er stór uppskrift og auðveld að helminga hana fyrir minni fjölskyldur. Annars er voða gott að eiga afgang.
Leave a Reply