Kjúklingur á teini með guðdómlegri gyðjusósu
by Avistain Kjöt, Kjúklingur, Sósur
Grillkjúklingur
500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
6 msk akasíuhunang
2 msk soyasósa frá Blue dragon
safi úr 1/2 sítrónu
salt og pipar
Blandið öllu saman í skál og smakkið til. Leggið kjúklinginn í marineringuna og geymið í kæli í amk klukkustund. Leggið grillteina í bleyti í 30 mínútur svo þeir brenni ekki. Þræðið því næst kjúklinginn upp á teinana og grillið þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Guðdómleg gyðjudressing
1 búnt af ferskri basilíku
1/2 búnt af steinselju
1 bolli grísk jógúrt
2 tsk agave síróp/hunang
safi af 1 sítrónu
2 hvítlauksrif
1/2 tsk eplaedik
1 tsk Worcestershire sósa
salt og pipar
ólífuolía
Setjið öll hráefnin að ólífuolíunni frátalinni í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hellið olíunni ofur varlega saman við á meðan vélin er í gangi þar til allt hefur blandast vel saman. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir.
Leave a Reply