Innihaldslýsing

500g lambakjöt í bitum
hálf krukka Korma paste frá Patak's
1-2 dl Korma sósa frá Patak's
1/2 tsk sjávarsalt (má sleppa)
6 vefjur með grillrönd, ég notaði Mission
Lambhagasalat
Rauð paprika í strimlum
Agúrka í strimlum
Kókosflögur eftir smekk
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...

Leiðbeiningar

1.Snyrtið kjötið og setjið í glerskál. Setjið korma paste saman við og blandið. Það er gott að leyfa kjötinu að marinerast í að minnsta kosti 30 mín en má sleppa ef tíminn er naumur.
2.Hitið pönnu vel og setjið kjötið út á, steikið bitana á öllum hliðum og þegar þeir eru farnir að brúnast vel bætið þá Korma sósunni saman við. Látið kjötið malla í nokkrar mínútur og leyfið sósunni að sjóða vel niður.
3.Gott er að skera grænmetið á meðan kjötið mallar og útbúið sósuna.
4.Hitið kökurnar, mér finnst best að gera það á pönnu eða ef ég er með marga í mat set ég tortilla bunkann í álpappír og passa að hann þekji allt. Hita þær svo þannig í ofni í 10 mín ca.
5.Samsetning: Setjið jógúrtsósu neðst. Kál, korma lamb, grænmeti, meira af jógúrtsósu og kókosflögur og svo vef ég þessu saman.

Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að nýta það bara. Ég marinera lambið í korma paste fyrst áður en ég steiki það. Bæti svo sósunni út á og klára eldunina, einfaldara getur það varla verið.

 

 

 

 

Pataks Mild Korma Sauce 450G - Tesco Groceries

Færsla og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.