Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir...

Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir frá hverjum stað með krúttlegum teikningum.

Fyrir manneskju sem hafði alist upp á kjötfarsi, soðinni ýsu, tómötum í bátum, steiktu hvítkáli og agúrku þá var þetta algjörlega nýr heimur og það virkilega heillandi. Nú ýki ég að sjálfsögðu smá, en engu að síður var úrvalið ekki mikið á þessum árum …í gamla daga (“feeling old”). Því var það stór stund að fá þessa bók í hendurnar þar sem fjallað var um hráefni eins og avacado, eggaldin, sætar kartöflur, fetaost, klettakál, ferskar kryddjurtir osfrv. og með þessari bók má segja að ástríða mín á matargerð hafi kviknað.

Uppáhalds rétturinn minn úr þessari bók voru hvítlauks og rósmarín kartöflur – ummmm. En í þessum bragðgóða kjúklingarétti sem þið fáið hér spila rósmarín og hvítlaukur stóru hlutverki ásamt sítrónu í dásamlegri rjómasósu. Rétturinn minnir mig ekki bara á gamla tíma, heldur er hann bæði hin fullkomna máltíð yfir vetrartímann ásamt því að sítrónuilmurinn minnir okkur á að fyrr en varir kemur sumarið á ný (vúhú).

Njótið vel!

 

Hin heilaga þrenna eldamennskunnar sítróna, rósmarín og hvítlaukur 

 

Kjúklingur í sítrónu-, rósmarín og hvítlaukssósu
Styrkt færsla
Fyrir 4-6
1 kg kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
1-2 laukar (eftir stærð)
5 hvítlauksrif
2-3 msk smjör
2,5 dl sveppir, saxaðir gróft
6 dl rjómi
salt og pipar
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar 
3 tsk rómarínkrydd, þurrkað
6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
fínrifinn sítrónubörkur og safi af 1 sítrónu
1-2 dl svartar ólífur
1 búnt steinselja
2 dl parmesan, rifinn

 

  1. Skerið kjúklinginn í þrennt á lengdina. Setjið smjör á pönnu og brúnið kjúklinginn. Saltið og piprið.
  2. Setjið lauk, hvítlauk og sveppi út á pönnuna og steikið. Bætið jafnvel við matskeið af smjöri.
  3. Setjið þá rjóma, sólþurrkaða tómata, smá af sítrónuberki (ekki allt) og sítrónusafa saman við. Saltið og piprið og bætið rósmarín og kjúklingakrafti saman við. Látið malla (en ekki sjóða) í um 8-10 mínútur.
  4. Bætið ólífum saman við ásamt steinselju, fínrifnum sítrónuberki og parmesan.

 

 

 

Með þessum rétti mælum við með Marques de Casa Concha Pinot Noir frá Chile

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.