Klístraðir súkkulaði- og hnetusmjörsbitar stútfullir af hollustu
Klístraðir súkkulaði- og hnetusmjörsbitar stútfullir af hollustu
Klístraðir súkkulaði- og hnetusmjörsbitar stútfullir af hollustu

Innihaldslýsing

100 g tröllahafrar
50 g heilkorna hafrar með hunangi, frá RUDE HEALTH
75 g möndluflögur, ristaðar á pönnu
25 g fræblanda
130 g steinlausar döðlur, saxaðar
100 g dökkt súkkulaði
100 g gróft hnetusmjör
90 g hunang
Klístraðir súkkulaðibitar stútfullir af hollustu

Leiðbeiningar

1.Ristið tröllahafrana í um 10 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og farnir að ilma. Takið til hliðar og kælið. Blandið tröllahöfrunum, hunagshöfrunum, möndlum, fræjum, döðlum og súkkulaði saman i skál.
2.Bræðið hentusmjörið og hunang saman í potti við meðalhita (ekki of heitt). Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið mjúkt.  Bætið hafrablöndunni saman við og hrærið öllu vel saman.
3.Setjið í 20 cm - 23 cm form með bökunarpappír og þrýstið blöndunni vel niður. Frystið í 20 mínutur og skerið síðan í 15 bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í kæli eða frysti.

Þrátt fyrir að sumarið sé komið er engu að síður algjör óþarfi að hella sér í algjöra óhollustu. Ég gerði á dögunum uppskrift í samvinnu við Einstök matvara sem er heildsala með það að markmiði að bjóða uppá bragðgóðar og heilsusamlegar vörur. Vörumerki þeirra eru öll lífræn og mörg eru glúteinfrí, án mjólkurvara og vegan. Þeirra á meðal eru vinsælu vörurnar frá RUDE HEALTH.

Vörurnar frá Rude Health samanstanda af hreinum náttúrulegum efnum og eru lausar við allan unnin sykur og erfðabreytt matvæli. Heiti varanna tengist gömlu ensku máltæki sem merkir að vera hress og líta hraustlega út.  Fyrir þá sem er umhugað um heilsuna er tilvalið að byrja daginn með vörum frá Rude Health, en þær samanstanda af margs konar múslíi, granóla, hafragrautum, trefjaríku kexi og drykkjarvörum.  Rude Health vörurnar fást hér

Mér þykir það alltaf skemmtileg áskorun að gera sælgætisbita úr hollustuvörum (sorrynotsorry)- enda verður maður nú að næra sætu bragðlaukana án þess að missa sig. Þessir uppskrift var einmitt gerð þegar ég þurfti mjög mikið á einhverju sætu að halda. Í hana notaði ég Honey Puffed oats (sem gefa svona “crunchy” bragð) en þeir eru glútenlausir og henta því vel fólki með glútenóþol. Einnig eru þeir trefjaríkir, fyllandi, góðir fyrir kólesterólið og líka fyrir hjartað. Það er óhætt að segja að þessi uppskrift hafi slegið í gegn og ég hvet ykkur til að prufa.

Færslan er unnin í samvinnu við Einstök matvara.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.