Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur.
Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því þannig finnst mér það haldast betur og sprautast fallegar.
Köngulærnar eru gerðar úr svörtum fondant og virkilega einfaldar að gerð. Í raun eru þetta 4 bogar. Tveir stærri og tveir minni sem vísa á móti hvor öðrum. Svo er búkurinn bara minni og stærri kúla skeytt saman og mótuð.
Verði ykkur að góðu og gleðilega hrekkjavöku!
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu
Leave a Reply