Innihaldslýsing

1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1/3 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 stórt egg
1/2 bolli ab mjólk frá Örnu
1/2 bolli jurtaolía
1 tsk vanilludropar
1 bolli heitt vatn
Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur. Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C og taka fram bollakökubakka (úr málmi) og raðið í hann bollakökuformum.
2.Setjið hveiti, sykur, kakó, salt, lyftiduft og matarsóda í skál og hrærið með písk.
3.Bætið við eggi, ab mjólk, olíu, vanilludropum og heitu vatni saman við og hrærið þar til deigið er samlagað.
4.Setjið í bollakökuformin til rúmlega hálfs. Bakið í 20-22 mín, fer eftir ofnum.

Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur.

Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því þannig finnst mér það haldast betur og sprautast fallegar.

Köngulærnar eru gerðar úr svörtum fondant og virkilega einfaldar að gerð. Í raun eru þetta 4 bogar. Tveir stærri og tveir minni sem vísa á móti hvor öðrum. Svo er búkurinn bara minni og stærri kúla skeytt saman og mótuð.

Verði ykkur að góðu og gleðilega hrekkjavöku!

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.