Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að flakka um netið. Upprunarlega uppskriftin er með svínakótilettum en þar sem ég er hrifnari af lambakjöti notaðist ég við það. En það er lítið mál að nota það kjöt sem manni hugnast best hverju sinni. Hér er kjötið lagt í pækil (saltvatn) eins lengi og tími vinnst til og ég mæli með því að þið prufið það. Kjötið verður mjúkt og safaríkt fyrir vikið. Uppskriftin er virkilega bragðgóð og hentar vel með góðu kartöflusalati. Njótið!
Með þessari uppskrift mælum við með rauðvíni frá Argentínu Trapiche Oak Cask Malbec. Gott verð og einnig frábært með grillkjöti og villibráð.
Leave a Reply