Lambalærissneiðar í hvítlauks og púðursykurssósu
Lambalærissneiðar í hvítlauks og púðursykurssósu
Lambalærissneiðar í hvítlauks og púðursykurssósu

Innihaldslýsing

750 ml vatn
3 msk sjávarsalt
5 hvítlauksrif
3 msk balsamik edik, t.d. frá Filippo Berio
4-6 lambalærissneiðar
4 msk ólífuolía, t.d. extra virgin oil frá Filippo Berio
100 g púðusykur
6-8 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk oregano
1 tsk timían
4 msk smjör
salt
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leiðbeiningar

1.Setjið öll hráefnin fyrir pækilinn í pott og leggið lambalærissneiðarnar þar í. Leyfið að liggja í 30 mínútur eða eins lengi og tími leyfi - því lengur því mýkra verður kjötið. Takið lambið úr pæklinum, þerrið og saltið og piprið á hvorri hlið.
2.Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötið í um 1-2 mínútur á hvorri hlið og takið síðan af pönnunni.
3.Takið pönnuna af hitanum og blandið smjöri, púðusykri, hvítlauk og kryddi saman og hrærið vel. Bætið kjötinu á pönnuna og veltið því vel uppúr blöndunni á báðum hliðum.
4.Látið pönnuna inn í 200°c heitan ofn eða hellið öllu í eldfast mót ef pannan má ekki fara í ofninn. Eldið í 5-8 mínútur eftir því hvað sneiðarnar eru þykkar. Gott að hafa kjöthitamæli til að ofelda þær ekki. Takið úr ofni rétt áður en þær eru tilbúnar og látið standa í um 5 mínútur áður en bornar fram. Þær eldast örlítið eftir að þær eru teknar úr ofninum.
5.Hellið sósunni yfir kjötið og njótið vel.

Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að flakka um netið. Upprunarlega uppskriftin er með svínakótilettum en þar sem ég er hrifnari af lambakjöti notaðist ég við það. En það er lítið mál að nota það kjöt sem manni hugnast best hverju sinni. Hér er kjötið lagt í pækil (saltvatn) eins lengi og tími vinnst til og ég mæli með því að þið prufið það. Kjötið verður mjúkt og safaríkt fyrir vikið. Uppskriftin er virkilega bragðgóð og hentar vel með góðu kartöflusalati. Njótið!

Með þessari uppskrift mælum við með rauðvíni frá Argentínu Trapiche Oak Cask Malbec. Gott verð og einnig frábært með grillkjöti og villibráð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.