Ég held ég hafi ansi oft  fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...

Ég held ég hafi ansi oft  fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni held ég svei mér þá. Sósan er óhefðbundin með sýrðum rjóma og rjómaosti…nei sko namm. Fjölskyldumeðlimir sögðu…neiii gerðir þú þetta lasagna og borðuðu af bestu lyst. Þessi uppskrift verður notuð aftur og aftur og aftur :)

 

 

Ó svo gott lasagna
8 stk lasagnaplötur
500 g nautahakk
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1/2 laukur, saxaður
1 dós tómatar, saxaðir
1 stór dós kotasæla
2 msk tómatpúrra
rifinn ostur

Sósa
1 dós sýrður rjómi, t.d. 10% frá Mjólka
1 grænmetisteningur
1 msk tómatpúrra
2 msk Philadelphia rjómaostur
smá mjólk
sítrónupipar

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast.
  2. Bætið nautahakki og hvítlauk saman við. Þegar kjötið hefur brúnast setjið tómatana saman við ásamt kotasælu og tómatpúrru. Látið malla í dágóða stund. Saltið og piprið.
  3. Setjið hráefnin fyrir sósuna saman í pott og hitið varlega og blandið vel saman. Látið ekki sjóða. Þynnið með mjólk.
  4. Setjið til skiptis lasagnaplötur, kjötsósu og sósu endurtakið þar til hráefnin hafa klárast. Setjið rífleg magn af osti yfir og látið inn i 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.