Innihaldslýsing

115g kakósmjör*
60g dökkt kakó*
1/4 bolli hlynsíróp*
1/2 tsk vanilluduft*
Nokkur korn sjávarsalt
Kornflex lífrænt, magn eftir smekk.
Ristuð sesamfræ*
*Þessi hráefni eru lífræn & vegan frá Rapunzel
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!  

Leiðbeiningar

1.Saxið kakósmjörið og bræðið í skál yfir vatnsbaði.
2.Takið skálina af hitanum og hrærið kakói, hlynsírópi, vanillu og salti saman við. Hrærið vel með litlum písk þangað til engir kekkir eru í súkkulaðinu. Setjið kornflex út í, smá og smá í einu þar til þið eruð komið með það magn sem ykkur líkar.
3.Setjið blönduna í möffins form og stráið ristuðum sesamfræjum yfir. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.

Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!

Rapunzel - cocoa butter - 250g| Miraherba organic food

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.