Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...

Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og rétturinn er tilbúinn á nokkrum mínútum.

Að þessu sinni var boðið upp á gullfallega “special edition” flösku af hvítvíninu San Valentin frá Torres sem er komin til sölu í vínbúðum. Ekki nóg með að vínið passi hreinlega með öllu er flaskan ein sú fallegasta sem ég hef augum litið.  Njótið vel!

 

Ferskt pasta frá RANA

 

Þvílík fegurð…þessi smellpassar í brúðkaupsveisluna

Lasagna með rjómaostasósu

 

Fullkomnun!

Lasagna með rjómaostasósu
2 msk ólífuolía
½ laukur, smátt saxaður
10 hvítlauksrif, pressuð
500 g nautahakk
2-3 tsk basilíka
2  tsk oregano
1/2  tsk cayennepipar
2 tsk paprikuduft
2 tsk sykur
salt og pipar
2 dósir tómatar
3 msk tómatpaste
2 pakkar RANA lasagnaplötur
Parmesan, rifinn

Rjómaostasósa
200 g rjómaostur
2 dl mjólk

  1. Setjið olíu í pott og látið laukinn malla í olíunni við vægan hita án þess að hann brúnist í um 10 mínútur.
  2. Bætið því næst hvítlauknum saman við og steikið í 1 mínútu.
  3. Bætið því næst nautahakkinu saman við og steikið þar til það er ekki lengur bleikt.
  4. Setjið þá krydd, tómata og tómatpaste saman við og látið malla undir loki við vægan hita í 20 mínútur. Saltið og piprið ríflega.
  5. Gerið rjómaostasósuna með því að setja rjómaost og mjólk saman í pott við meðalhita. Hrærið vel saman þar til engir kekkir eru.
  6. Raðið lasagna plötum í eldfast mót og hellið fyrst kjötsósu og svo ostasósu yfir. Haldið áfram þangað til sósan er búin en látið rifinn parmesanost í miðjuna.
  7. Dreifið osti yfir og bakið við 210°c heitum ofni i um 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur að lit.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.