Innihaldslýsing

150 g bananar, stappaðir
½ tsk kanill
200 g haframjöl
40 g kókosmjöl
70 g rúsínur eða dökkir súkkulaðidropar
60 ml hlynsýróp
60 ml ólífuolía
Leyfið börnunum að hjálpa til við að gera þessar

Leiðbeiningar

1.Blandið öllum hráefnunum mjög vel saman með því að kreista deigið með höndunum eða setjið í matvinnsluvél.
2.Mótið deigið í 12 kúlur, setjið á smjörpappír og þrýstið léttilega á þær.
3.Bakið í 130°c heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit.

Þessi ljúfa er búin að vera í tölvunni í dágóða stund og ég var í raun búin að gleyma þessum virkilega góðu haframjölskökur sem innihalda banana, kókosmjöl og súkkulaðibitum eða rúsínum (jafnvel bæði). Krakkarnir hafa gaman af því að baka þessar því þær taka stutta stund í gerð og eru virkilega bragðgóðar. FYI – það er algjörlega óhætt að tvöfalda þessa.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.