Innihaldslýsing

Setjið súrmjólk, salt og pipar í skál og leggið kjúklinginn þar í. Marinerið í 30 mínútur.
Myljið Kornflexið í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til það er næstum því fínmalað. Blandið því með brauðraspi, hveiti, hvítlauksdufti, paprikukryddi, salti og pipar. Veltið kjúklinginum upp úr kurlinu og leggi á ofnplötu með bökunarpappír.
Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana við miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Dressing: Blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og smakkið til með salti eða pipar. Dressingin geymist í nokkra daga.
Rífið salatið niður og setjið í stórt fat. Setjið kjúklingabitana þar yfir, þá stökkt beikon, brauðteningar, rifinn parmesan og að lokum dreypið þið dressingu yfir allt salatið. Berið strax fram.
Fyrir 4-6
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.