Macchiato ískaffi með karamellusósu
Macchiato ískaffi með karamellusósu

Innihaldslýsing

1 glas ísmolar
2 msk vanillusíróp
240 ml mjólk, t.d. sojamjólk
80 ml ískaffi, Ispirazione Shakerato frá Nespresso
2 msk karamellusósa
Nei sko namm! Svona gúrm karamelluískaffi fær maður nú yfirleitt á góðum kaffihúsum, en það sem fæstir vita er að það er lítið mál að gera gott karamellukaffi heima og spara sér bæði ferðina og skildinginn.

Leiðbeiningar

1.Fyllið glas eða hristara með klökum og setjið vanillusíróp, mjólk og kaffi út í og blandið vel saman.
2.Sprautið rjóma yfir allt og setjið karamellusósu yfir rjómann.

Í þetta kaffi er tilvalið að nota Nespresso kaffi sem er sérstaklega ætlað fyrir ískaffi og kom á markaðinn í sumar en það má nálgast hér. Hér er á ferðinni traust og kröftugt kaffi með kakó- og kryddkeimi og ristaðri áferð sem gerir þér kleift að uppgötva sæluna sem fylgir ekta ískaffi frá Ítalíu. Sé klökum og sykri blandað við og hrist í hristara fæst öflugt og mjúkt ískaffi með mikilli fyllingu toppað með ljúffengri froðu.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nespresso á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.