Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar!
Melkorku muffins
1 bolli= 240 ml
3 bollar hveiti
3/4 bolli sykur
3 tsk lyftiduft
125 gr. hvítir súkkulaðidropar
125 gr. bráðið smjör
1 egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli rjómi
1 tsk vanilludropar
200 gr. frostin hindber (eða ber að eigin vali)
Aðferð:
- Látið þurrefnin í hrærivélaskál.
- Blandið öllu hinu útí skálina (nema berjunum!!) hrærið vel
- Blandið berjunum varlega útí skálina. Ath hrærið varlega með sleif og ekki og mikið (viljum ekki að deigið verði bleikt, heldur frekar bleikar rendur í deiginu). Deigið er núna frekar þykkt og kressótt og það er bara perfecto.
- Látið í muffinsform
- Látið í 200°c heitan ofn í um 25 mín (30-35 mín ef þær eru stórar).
- Æðislegt að láta hvítt súkkulaði á toppinn.
Ég læt yfirleitt smjörpappír í stór muffinssilikonform.
Leave a Reply