Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem allir elska.
Steikið kjúkling, papriku og lauk saman á pönnu
Bætið hveiti og fajita kryddinu og síðan vatni, rjóma og salsasósunni saman við
Raðið kjúklingnum á tortillurnar
Samsett tortilla, kjúklingur og svo endurtekið áfram
Looking good
Ostur yfir síðustu tortilluna
Inní ofn með’edda
Þá er bara að njóta…..
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
2 msk smjör eða matarolía
400 g Rose poultry kjúklingabringur, skornar í strimla
1 laukur
1 paprika, skorin í smáa bita
1 msk hveiti
1 dl vatn
1 dl rjómi
200 g rifinn ostur
1 pakki tortilla
1 pakki fajita spice mix
1 krukka salsa sósa mild eða medium
- Brúnið kjúklinginn, laukinn og paprikuna í smjörinu.
- Stráið yfir hveitinu og fajita kryddinu.
- Bætið vatninu, rjómanum og salsanu út í og hrærið. Látið malla í 5-10 mín.
- Setjið saman með því að láta tortilla og kjúklinginn til skiptis. Enda á tortillu og strá rifna ostinum yfir efstu tortilluna. Setjið í 200° heitan ofn í 20 mín.
- Berið fram með guagamole, sýrðum rjóma, góðu salati, hrísgrjónum og mögulega muldu nachos.
Leave a Reply