Hummus sem rokkar!
Hummus sem rokkar!

Innihaldslýsing

800 g kjúklingabaunir,t.d. frá Himnesk hollusta
80 ml safi af kjúklingabaunum
120 ml tahini, t.d. frá MONKI
60 ml ólífuolía
safi úr 2 sítrónum
2 hvítlauksrif
1 tsk cumin (ekki kúmen)
1/2 tsk salt
Sumir eru viðkvæmir fyrir tahini - bætið við litlu í einu og smakkið til

Leiðbeiningar

1.Setjið öll hráefnin fyrir hummusinn í matvinnsluvél. Vinnið í 30 sekúntur eða lengur ef þið viljið hafa hummusinn alveg mjúkan. Ef þið viljið hafa hann mýkri getið þið bætt meira af kjúklingabaunasafanum samna við.
2.Setjið á disk og hellið ólífuolíu yfir, kryddið með paprikukryddi og stráið granateplum og ferskri steinselju yfir allt.

     

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Icepharma

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.