Tilbúið
3 klstErfiðleiki
MiðlungsGúllas
2 laukar, saxaðir
3 gulrætur, saxaðar
3 hvítlauksrif, saxað
500 g nautgripagúllas frá Kjarnafæði
1 msk paprikukrydd
1/4 tsk cumin (ekki kúmen)
1 líter grænmetissoð (eða 1 l vatn + 1 msk grænmetiskraftur)
100 g tómatpúrra
2-3 msk smjör
salt og pipar
Hitið smjör á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í stórum potti í 1-2 mínútur eða þar til farið að mýkjast. Látið þá kjötið út í og brúnið. Bætið paprikukryddi, cumin, salti og pipar. Blandið vel saman. Bætið tómatpúrru saman við og blandið og hellið þá grænmetissoði saman við. Látið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í 2-3 klst eða þar tilkjötið er orðið mjúkt og sósan þykknuð.
Parmesankartöflumús
1 kg kartöflur
75 g smjör
1 pressað hvítlauksrif
1 1/2 dl rjómi (eða mjólk)
1/2 - 1 dl rifinn parmesanostur
salt og pipar
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru eldaðar í gegn. Skrælið (frjálst) og látið í skál. Bætið smjöri strax saman við heitar kartöflurnar og stappið ásamt rjóma, hvítlauk og parmesan. Smakkið til með salti og pipar.
Leave a Reply