Innihaldslýsing

1/3 bolli Oatly ikaffe haframjólk
1/3 bolli jurtaolía
1/2 bolli cristallino hrásykur, Rapunzel
1/4 bolli flórsykur
1 tsk möndludropar
1 tsk vanilludropar
100g lífrænar möndlur með hýði, Rapunzel
2 bollar hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur.
2.Blandið saman haframjólk, olíu, sykri og bragðdropum í skál og þeytið saman með písk. Setjið möndlurnar út í vökvann og hrærið aðeins saman. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og hrærið saman með sleikju. Þegar deigið er aðeins farið að loða saman setjið það á borð og hnoðið þar til það er komið saman. Ef það er aðeins blautt er hægt að bæta örlitlu hveiti saman við en varist að hnoða það of lengi. Mótið tvær lengjur og setjið á bökunarpappír. Þrýstið aðeins á lengjurnar svo þær fletjist örlítið út. Bakið fyrst í 25 mín.
3.Takið út og leyfið lengjunum að kólna - 20-30 mín er passlegt.
4.Skerið lengjurnar skáhallt í sneiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið fyrst í 10 mín, snúið kökunum svo við og bakið aftur í 10 mín.
5.Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna.

Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í þessari útgáfu ákvað ég að nota lífrænar möndlur frá Rapunzel en þær eru bara þær allra bestu. Einnig nota ég Oatly kaffi mjólkina í deigið og það kemur líka ótrúlega vel út.

Í staðinn fyrir möndlurnar er vel hægt að nota aðra týpu af hnetum en athugið að þá verður þyngdin að vera sú sama, annars er hætt við að kökurnar haldist ekki saman ef það er notað of mikið. Það er einnig mikilvægt að skera biscotti sneiðarnar þegar lengjurnar hafa kólnað vel eftir fyrri bakstur annars er hætt við að þær molni. Biscotti þýðir nefnilega “tvíbakað” en kökurnar eru bakaðar tvisvar sinnum til að ná þessari stökku góðu áferð sem við þekkjum. Í fyrri bakstrinum skiptum við deiginu í tvo langa hleifa eða lengjur og í þeirri seinni erum við búin að skera hleifana skáhallt í lengjur og raða á plötu, þá bökum við kökurnar aftur. Þegar þær kólna verða þær stökkar. Þá er einnig hægt að dýfa þeim í brætt súkkulaði eða dreifa því fallega yfir kökurnar.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.