Innihaldslýsing

500 g nautahakk frá Norðlenska
1/2 laukur, smátt skorinn
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 msk chilíkrydd
2 tsk cumin (ath ekki kúmen)
2 tsk kóríanderkrydd
1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1 dós (400 g) maukaðir tómatar
1 jalapeno, fræhreinsaður og skorinn smátt
tortillur eða taco skeljar
Meðlæti: Kál, guagamole, sýrður rjómi
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakk og lauk í um 5 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni.
2.Hellið vökva af pönnunni, ef einhver er, og bætið hvítlauk, chilí, cumin, kóríander, salti og pipar saman við. Blandið saman í 30 sekúntur.
3.Hellið tómötum og söxuðu jalapeno saman við og látið malla í um 10 mínútur eða þar til vökvinn er uppgufaður.
4.Skiptið niður á tortillur og látið mozzarellaost yfir kjötið. Setjið inn í 200°c heitan ofn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
5.Berið fram með uppáhalds meðlætinu ykkar.

Færslan er unnin í samstarfi við Norðlenska en nautahakkið frá þeim kemur beint frá íslenskum bændum.

Nautahakkið er laust í sér sem gerir það sérstaklega meðfærilegt í eldamennskunni. Stóri plúsinn er svo að kjötið í umhverfisvænum umbúðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.