Innihaldslýsing

7 dl hveiti
6 dl spelt
1 msk sykur
2 dl sólblómafræ
1 ½ dl sesamfræ
½ dl hörfræ
2 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi (natron)
1 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 dl létt Ab mjólk, t.d. frá Mjólka
2 ½ dl kalt vatn
Nýbakað speltbrauð með fræju og ab mjólk

Leiðbeiningar

1.Blandið öllum hráefnum varlega saman með sleif.
2.Penslið brauðform og skiptið deiginu niður á bæði formin.
3.Penslið með vatni og bakið við 180° í 50 mín.

Við freistumst gjarnan til þess að kaupa brauð út í búð til að spara tíma og vesen en að baka brauð þarf ekki að vera neitt vesen. Hér er virkilega góð uppskrift sem dugar í tvö brauð og tekur stutta stund að gera. Frábært í skólanestið nú eða bara kvöldkaffið.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Mjólku.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.