Innihaldslýsing

170 g hveiti
25 g kakó
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
115 g smjör, við stofuhita
200 g sykur
2 stór egg
2-3 þroskaðir bananar, stappaðir
120 g sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
1 dl súkkulaðidropar (má sleppa)
Þessi uppskrift er tileinkuð öllum vel þroskuðu bönununum sem bíða óþreyjufullir eftir því að breytast í gott bananabrauð. Ekki láta þá bíða lengur.

Leiðbeiningar

1.Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá eggjum saman við, einu í einu.
2.Blandið þurrefnum saman í skál og bætið svo saman við eggjablönduna. Þeytið rólega saman þar til deigið hefur rétt svo blandast saman (ekki ofþeyta).
3.Bætið bönunum, sýrðum rjóma og vanilludropum saman við.
4.Endið á að láta súkkulaðidropana varlega saman við með sleif.
5.Látið deigið í smurt brauðform og bakið í 170°c heitum ofni í að minnsta kosti eina klukkustund. Stingið prjóni í brauðið til að kanna hvort það er bakað í gegn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.