Innihaldslýsing

2 dl hveiti
2 msk sykur
1/2 tsk lyftiduft
klípa af salti
1 tsk vanilludropar
4 dl mjólk
3 stk egg
smjör í formin
Gerir 24 stk

Leiðbeiningar

1.Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti saman.
2.Hellið helming af mjólk saman við ásamt vanilludropum og hrærið þar til allir kekkir eru farnir. Hrærið áfram og hellið afganginn af mjólkinni rólega saman við ásamt eggjum.
3.Smyrjið formin og hellið deiginu í 2/3 af forminu.
4.Látið í 200°c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar.
5.Berið fram með þeyttum rjóma og sultu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.