Innihaldslýsing

1 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
3 msk kakó
1/2 bolli AB mjólk frá Örnu
1 stórt egg
1/2 bolli bragðlaus olía
1/2 bolli heitt vatn
1 tsk vanilludropar
Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er...

Leiðbeiningar

1.Setjið þurrefni saman í skál og hrærið með sleif þar til allir kekkir eru farnir.
2.Bætið eggi, ab mjólk, olíu og vanilludropum saman við og hrærið. Bætið vatninu út í og hrærið.
3.Hitið ofninn í 175°C með blæstri.
4.Smyrjið frekar stórt kringlótt smelluform, 26 eða 28cm og hellið deiginu út í.
5.Bakið í 20 mín - takið þá kökuna út og setjið karamelluna yfir. Bakið áfram í 15 mín. Berið fram volga.

Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er fljótlegt að skella í þessa köku, þurfið enga hrærivél eða bíða eftir að kakan kólni svo það sé hægt að smyrja hana kremi. Hreina AB mjólkin frá Örnu er fullkomin í baksturinn og ég nota hana óspart í allskyns bakkelsi. Mæli með því að þið prófið!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.