Innihaldslýsing

1/2 bolli hnetusmjör fínt*
2 msk kókosolía*
4 msk hlynsíróp*
1/2 tsk vanillukorn*
3/4 bolli saxaðar möndlur*
1/2 bolli grófir hafrar*
1/4 bolli mulin hörfræ*
1/4 bolli sesamfræ*
1/4 bolli fínt kókosmjöl*
50g 70% súkkulaði*
1 tsk kókosolía*
*Öll hráefnin eru frá Rapunzel - lífræn og vegan
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...

Leiðbeiningar

1.Setjið hnetusmjör, hlynsíróp, kókosolíu og vanillukorn saman í pott og bræðið saman. Setjið síðan restina af innihaldsefnunum út í pottinn og blandið saman við. Ef blandan er of þunn getið þið bætt aðeins við af kókosmjöli t.d.
2.Setjið bökunarpappír í ílangt kökuform og þjappið blöndunni í formið. Kælið í að minnsta kosti 30 mín.
3.Bræðið súkkulaði og 1 tsk af kókosolíu saman. Takið formið út og dreifið súkkulaði yfir. Kælið aftur í nokkrar mín og skerið í lengjur.

Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast best í kæli.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.