Skolið kjötið og þerrið vel. Þrýstið fræjum á kjötið ásamt salti og pipar. Látið sesamolíu á pönnu og hitið vel. Brúnið kjötið á báðum hliðum við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Kælið. Látið kjötið í plastpoka með rennilás og hellið 1/2 dl af teriyaki marineringunni saman við (sjá uppskrift neðar) saman við. Marinerið í kæli í 2 klst. Skerið kjötið í þunnar sneiðar. Leggið á bakka og berið fram með teriyakimajones og vorlauk.
Teriyaki marinering
1 dl Teriyaki sósa frá Blue dragon
1 tsk sesamolía frá Blue dragon
1 tsk engifer, rifið
1 tsk hunang
Blandið öllum hráefnum saman. Marineringin dugar fyrir 800 g af kjöti að eigin vali.
Teriyaki majones
1 dl Heinz seriously good majones
3 tsk teriyaki marinering
1 tsk engifer, rifið
nokkrir dropar af Tabasco sósu
Blandið öllum hráefnum saman.
Fyrir 4
Tataki er japönsk matreiðsluaðferð. Þessi réttur er frábær sem forréttur.
Leave a Reply