Innihaldslýsing

200 grömm smjör
200 grömm Pralín súkkulaði með karamellufyllingu
4 msk síróp
4 bollar Rice Krispies
Karamella:
150 g karamellutöggur
2 msk karamellukurl frá Nóa Síríus
250 ml rjómi
fersk jarðaber
250 ml rjómi, þeyttur ofaná kökuna
Strákarnir mínir elska þessa köku en þessi uppskrift er sjúklega einföld og því tilvalin fyrir litla bakara.

Leiðbeiningar

1.Setjið smjör, Pralín súkkulaði og síróp saman í pott og bræðið við lágan hita.
2.Setjið Rice Krispies í skál og hellið úr pottinum í skálina og blandið vel saman. Magn af Rice Krispies er smekksatriði en mér finnst best að byrja með ekki of mikið Rice Krispies og bæta svo hægt og rólega en mér finnst best að hafa það frekar blautt af karamellunni. Svo er þessu skellt í fallegt mót og þjappað niður og inn í ísskáp þar til þetta er orðið kalt.
3.Karamellan: Smellið öllu í pott og bræðið við vægan hita. Passið að brenna ekki karamelluna og mæli með að standa yfir pottinum og hræra í á meðan þetta bráðnar og blandast saman.
4.Þeytið rjómann og skerið jarðaber í helminga.
5.Svo er botninn tekinn úr kæli, gott að setja smá karamellu yfir botninn, svo þeyttan rjóma, aftur karamellu og svo skreyta með jarðaberjum. Gott er að leyfa kökuna að fara aftur inn í kæli í 20 mínútur áður en þið njótið.
Eva María eigandi Sætra synda deilir með okkur bragðgóðri köku sem krakkarnir elska að útbúa.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.