Innihaldslýsing

Langa 1,2 kg
1 dl mjólk
4 hvítlauksgeirar
2 dl Hveiti
1 msk Sjávarsalt
1 msk Pipar
3 msk Marokkósk Paprika ,,heit'' frá Kryddhúsinu
2 msk Hvítlauksduft
2 msk Paprikuduft
2 msk sítrónupipar
100gr Smjör
2 Rauðir Chili
2 Grænir Chili
1 stk Fennel
Við Íslendingar erum svo heppnir að geta gengið inn í fiskbúð og keypt ferskar fiskafurðir. Við ættum í raun að vera duglegri við að prófa okkur áfram í mismunandi fiskréttum. Þú lesandi góður ert á réttum stað til að gera nákvæmlega það. Þessi fiskréttur mun taka bragðlaukana þína í skemmtilegt ferðalag ! Hægt er að...

Leiðbeiningar

1.Skerið flakið í svipað stóra bita og setjið til hliðar
2.Brjótið eggin í skál og bætið mjólkinni við, hrærið saman
3.Hveitið ásamt kryddunum er sett í skál og blandað saman með gaffli
4.Takið hreinan disk og setjið til hliðar, bitarnir fara á diskinn þegar búið er að þekja þá í hveitiblöndunni
5.Bitarnir eru lagðir í eggjahræruna og þaðan beint í hveitiblönduna, reynið að þekja fiskinn allan í blöndunni og leggið svo á hreina diskinn
6.Skerið hvítlaukinn, Fennelin og chiliana gróft og setjið til hliðar
7.Nú er komið að því að hita smjörið á pönnu ( ca 6/10 í hita) , þegar smjörið er farið að krauma er Hvítlauk, Fennel og báðum chili-unum bætt á pönnuna
8.Takið nú 2-3 bita af fisk og setjið á pönnuna. Gott er að hafa í huga að taka þá bita sem eru af svipaðri þykkt
9.Eldunartíminn er um 4 mínútur á hvorri hlið. Áferðin á að vera stökk að utan en safaríkur fiskur að innan

Við Íslendingar erum svo heppnir að geta gengið inn í fiskbúð og keypt ferskar fiskafurðir. Við ættum í raun að vera duglegri við að prófa okkur áfram í mismunandi fiskréttum. Þú lesandi góður ert á réttum stað til að gera nákvæmlega það. Þessi fiskréttur mun taka bragðlaukana þína í skemmtilegt ferðalag !

Hægt er að fylgjast með Matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.